Stjórnvöld bera ábyrgð á umdeildri stýrivaxtahækkun 30. október 2008 11:48 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt ræðu í þinginu fyrir stundu. Fór hún um víðan völl og ræddi meðal annars um umdeilda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Deilt hefur verið um hvort hækkunin sé skilyrði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða ekki. Ingibjörg sagði vaxtahækkunina vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og ekki væri hægt að benda bara á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. „Menn verða að hafa það í huga að það prógramm sem unnið var með var sett upp af íslenskum stjórnvöldum og á þeirri forsendu fjallar sjóðurinn um okkar umsókn. Við berum ábyrgð á því og því hlýtur vaxtahækkunin að vera á okkar ábyrgð. Við getum því ekki vísað henni frá okkur og bent á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn," sagði Ingibjörg. Ingibjörg líkti aðgerðum Ríkisstjórnarinnar við björgunaraðgerðir á slysstað þar sem allra leiða væri leitað til þess að útvega gjaldeyri. Í því sambandi sagði hún að höfuðáherslan hefði verið að ná samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem hún sagði forsendu þess að hægt væri að hefja endurreisnarstarfið. Ingibjörg sagði að ekki væru allir á eitt sáttir um aðstoð sjóðsins sem væri þekktur fyrir að koma á aukinni einkavæðingu og markaðsbúskap í mörgum tilfellum. „Ég lít hinsvegar á að eins og málum er komið sé sjóðurinn eina leiðin út úr þessu,"sagði Ingibjörg og bætti við að stuðningur sjóðsins væri forsendan fyrir því að við gætum leitað stuðnings hjá öðrum þjóðum og nefndi þar frændþjóðir okkar. Hún vitnaði því næst í orð Steingríms J. Sigfússonar sem hefur sagt að forsætisráðherra Noregs segði aðkomu sjóðsins ekki hafa verið skilyrði fyrir lánveitingu norðmanna. „Það er að vissu leyti orðhengilsháttur því það hefur komið skýrt fram í samtölum mínum við forsætis- og utanríkisráðherra Noregs að þetta væri ein af forsendunum," sagði Ingibjörg og bætti því við að sjóðurinn leggði faglegt mat á horfur í efnahagslífi og á grundvelli þess mats kæmu aðrar þjóðir til skjalanna. Hún sagði síðan að á næstu dögum yrði rætt við fleiri ríki um lánsfé. Ingibjörg sagði einnig að Ríkisstjórnin þyrfti að ganga fram með góðu fordæmi og flýta þyrfti vinnu við hið svokallað eftirlaunafrumvarp. Þannig yrðu kjör æðstu ríkisstarfsmanna færð til jafns við kjör annarra. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt ræðu í þinginu fyrir stundu. Fór hún um víðan völl og ræddi meðal annars um umdeilda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Deilt hefur verið um hvort hækkunin sé skilyrði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða ekki. Ingibjörg sagði vaxtahækkunina vera á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og ekki væri hægt að benda bara á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. „Menn verða að hafa það í huga að það prógramm sem unnið var með var sett upp af íslenskum stjórnvöldum og á þeirri forsendu fjallar sjóðurinn um okkar umsókn. Við berum ábyrgð á því og því hlýtur vaxtahækkunin að vera á okkar ábyrgð. Við getum því ekki vísað henni frá okkur og bent á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn," sagði Ingibjörg. Ingibjörg líkti aðgerðum Ríkisstjórnarinnar við björgunaraðgerðir á slysstað þar sem allra leiða væri leitað til þess að útvega gjaldeyri. Í því sambandi sagði hún að höfuðáherslan hefði verið að ná samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem hún sagði forsendu þess að hægt væri að hefja endurreisnarstarfið. Ingibjörg sagði að ekki væru allir á eitt sáttir um aðstoð sjóðsins sem væri þekktur fyrir að koma á aukinni einkavæðingu og markaðsbúskap í mörgum tilfellum. „Ég lít hinsvegar á að eins og málum er komið sé sjóðurinn eina leiðin út úr þessu,"sagði Ingibjörg og bætti við að stuðningur sjóðsins væri forsendan fyrir því að við gætum leitað stuðnings hjá öðrum þjóðum og nefndi þar frændþjóðir okkar. Hún vitnaði því næst í orð Steingríms J. Sigfússonar sem hefur sagt að forsætisráðherra Noregs segði aðkomu sjóðsins ekki hafa verið skilyrði fyrir lánveitingu norðmanna. „Það er að vissu leyti orðhengilsháttur því það hefur komið skýrt fram í samtölum mínum við forsætis- og utanríkisráðherra Noregs að þetta væri ein af forsendunum," sagði Ingibjörg og bætti því við að sjóðurinn leggði faglegt mat á horfur í efnahagslífi og á grundvelli þess mats kæmu aðrar þjóðir til skjalanna. Hún sagði síðan að á næstu dögum yrði rætt við fleiri ríki um lánsfé. Ingibjörg sagði einnig að Ríkisstjórnin þyrfti að ganga fram með góðu fordæmi og flýta þyrfti vinnu við hið svokallað eftirlaunafrumvarp. Þannig yrðu kjör æðstu ríkisstarfsmanna færð til jafns við kjör annarra.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira