Fótbolti

Svisslendingar óttast ekki aðgerðir al Qaeda á EM

Talsmaður svissneskra lögregluyfirvalda segir að viðbúnaður hafi ekki verið aukinn sérstaklega fyrir EM í knattspyrnu í sumar þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi greint frá hótunum al Qaeda-liða á vefsíðum islamista.

Blaðið La Liberte hafði eftir svissneskum öryggismönnum að þeir tækju þessum hótunum mjög alvarlega, en á spjallsvæði nokkru hótuðu menn með meint tengsl við al Qaeda að "breyta tveimur af öruggustu löndum Evrópu í helvíti á jörðu"

EM í knattspyrnu er þriðji stærsti íþróttaviðburður í heiminum, en Svisslendingar hafa ekki teljandi áhyggjur af þessu máli.

"Ekkert bendir til þess að Sviss sé skotmark hryðjuverka í sumar," sagði talsmaður lögregluyfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×