Innlent

Selja mat eftir könnun á vilja farþega

„Lögðum töluverða vinnu í að skoða matarþjónustu um borð," segir Guðmundur Óskarsson, forstöðu markaðs- og viðskiptaþróunar Icelandair. Hann segir þá ákvörðun félagsins að selja mat um borð hafa verið tekna eftir rannsóknir á því hvaða þjónusta það var helst sem viðskiptavinir félagsins sækjast eftir.

Spurningalistar voru lagðir fyrir farþega Icelandair um hvað skipti þá mestu máli. „Það sem stóð upp úr er pláss, fótarými og afþreying, en maturinn mætti afgangi," segir Guðmundur og bætir við að margir hafi yfirhöfuð ekki viljað mat um borð, og hluti hafi verið óánægður með þann mat sem í boði var. „Þannig að við vorum að gefa öllum mat þó þeir vildu hann ekki," segir Guðmundur.

Félagið fór í að bæta fótarými og hætti gjaldtöku fyrir afþreyingarkerfi sitt. Þá var ákveðið að auka framboð af mat, og selja hann. Verð á réttum er frá 300-800 krónur. Guðmundur segir miðaverð ekki lækka sem því nemur. Með þessum aðgerðum hafi þó verið komið í veg fyrir að hækka þyrfti verð, en verð á matvælum hefur hækkað mikið að undanförnu.




Tengdar fréttir

Icelandair rukkar fyrir matinn

Farþegum Icelandair mun framvegis standa til boða að kaupa sér mat um borð í vélum félagsins. Flugfélagið kynnti í dag ýmsar nýjungar um borð í vélum sínum. Þar á meðal er nýtt farrými, nýir búningar og ný tónlist í vélunum. Þá hefur frá því í vor verið unnið að því að endurnýja innréttingar og afþreyingarkerfi, og er því ferli að ljúka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×