Erlent

Íbúar í Flórída slegnir yfir árás unglinga á jafnöldru sína

Íbúar í Flóría í Bandaríkjunum eru slegnir yfir fregnum um að átta unglingar hafi ráðist á 16 ára stúlku í sama skóla og þeir eru og barið hana svo illa að hún þurfi að liggja fleiri daga á sjúkrahúsi.

Jafnframt tóku unglingarnir upp myndband af barsmíðunum og ætluðu að setja það á YouTube vefinn. Þau töldu sig öðlast frægð með því að setja upptökuna á YouTube.

Atburður þessi átti sér stað í bænum Lakeland og segir lögreglustjóri bæjarins að líkamsárásin hefði verið hrottaleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×