Enski boltinn

Meiðsli Cech ekki alvarleg

NordcPhotos/GettyImages

Markvörðurinn Petr Cech segir ekkert til í þeim fullyrðingum að hann spili ekki meira með Chelsea á leiktíðinni vegna höfuðmeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu Chelsea á sunnudaginn.

Cech lenti í samstuði við Tal Ben Hamim á æfingu og sagt er að hafi þurft hafi að sauma 50 spor í andlit hans.

Breskir fjölmiðlar stukku sumir hverjir til og fullyrtu að leiktíðin væri búin hjá Tékkanum, en hann blæs á það.

"Það veltur nokkuð á því hvað lýtalæknirinn minn segir, en það getur vel verið að ég verði klár í slaginn eftir tvær vikur. Við þurfum bara að finna leið til að hlífa andlitinu svo ég geti byrjað að æfa aftur," sagði Cech.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×