Enski boltinn

Skelfilegt að sjá Liverpool vinna Meistaradeildina

NordcPhotos/GettyImages

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, segir að það hafi verið súrt að sjá Steven Gerrard lyfta Evrópubikarnum með Liverpool árið 2005.

Rooney lék með Everton þegar hann var yngri og er fyrir vikið lítt hrifinn af rauðu grönnunum í Liverpool. Hann dreymir um að feta í fótspor Gerrard með Manchester United.

"Það var erfitt fyrir mig að sjá Gerrard með Evrópubikarinn. Ég veit að það var gott fyrir enska knattspyrnu og á sama hátt er gaman að fjögur ensk lið skuli vera í 8-liða úrslitunum í ár - en ég var stuðningsmaður Everton þegar ég var ungur og því var ég skiljanlega fúll að sjá Liverpool vinna Meistaradeildina," sagði Rooney.

"Ég gekk í raðir Manchester United til að vinna titla eins og Englandsbikarinn og Meistaradeildina," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×