Enski boltinn

Stoke tapaði á heimavelli

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.

Stoke tapaði fyrir Crystal Palace 1-2 á heimavelli sínum í kvöld. Stoke missti þar með af dýrmætum stigum en liðið situr í öðru sæti 1. deildarinnar.

Tom Soares kom gestunum yfir eftir glæsilegan undirbúning Scott Sinclair á 23. mínútu. Rétt fyrir hálfleik bætti Tom Soares síðan við öðru marki fyrir gestina með fallegu skoti.

Stoke var mun meira með boltann í seinni hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Glenn Whelan náði að minnka muninn með mögnuðu skoti á 85. mínútu en Stoke náði ekki að skora annað mark og Crystal Palace tók öll stigin.

Bristol City er í efsta sæti 1. deildar með 70 stig en Stoke er með 69 stig, stigi á undan Hull og Watford. Crystal Palace komst upp í sjötta sætið með sigrinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×