Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Onuoha

Elvar Geir Magnússon skrifar

Flest bendir til að tímabilinu sé lokið hjá varnarmanninum unga Nedum Onuoha hjá Manchester City. Þessi enski U21 landsliðsmaður meiddist í árekstri við John Obi Mikel, leikmann Chelsea, um helgina.

Onuoha lenti illa á hendi og fór úr axlarlið. Onuoha hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með City á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×