Enski boltinn

Er ekki viss um að Ronaldinho vilji spila í InterToto

NordcPhotos/GettyImages

Breskir fjölmiðlar fullyrða að forráðamenn Manchester City ætli af alvöru að blanda sér í kapphlaupið um Brasilíumanninn Ronaldinho hjá Barcelona í sumar.

Talið er líklegt að Ronaldinho fari frá Barcelona í sumar og er umboðsmaður hans sagður í viðræðum við áhugasöm félög á borð við Milan-risana, Chelsea og nú Manchester City.

Ljóst er að það verður ekki ódýrt að kaupa Brasilíumanninn knáa, sem eflaust á eftir að kosta yfir 20 milljónir punda og mun væntanlega heimta yfir 100 þúsund pund í vikulaun.

Sven-Göran Eriksson fer ekki leynt með hrifningu sína á Ronaldinho, en viðurkennir að kannski sé City ekki fyrsti klúbburinn á óskalista hans.

"Ég vona að það sé satt að við séum að reyna að kaupa hann. Ég mundi sannarlega ekki leggjast gegn því, en ég er ekki viss um að hann vilji spila í InterToto keppninni á næsta tímabili," sagði Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×