Enski boltinn

Everton vann Derby

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leon Osman skoraði eina markið.
Leon Osman skoraði eina markið.

Everton heldur enn í vonina um fjórða sætið eftir að hafa unnið 1-0 baráttusigur á föllnu liði Derby. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en heimamenn tryggðu sér sigur í seinni hálfleik.

Þá skoraði Leon Osman eftir sendingu frá Manuel Fernandes. Everton er með 60 stig í öðru sæti, þremur stigum á eftir Liverpool.

Það eina sem Derby hefur að keppa að er að forðast það neikvæða met að fá fæst stig í sögu úrvalsdeildarinnar. Þegar fimm umferðir eru eftir hefur Derby ellefu stig en Sunderland á þetta met eftir að hafa fengið 15 stig fyrir nokkrum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×