Enski boltinn

Neville í leikmannahópi United

NordcPhotos/GettyImages

Bakvörðurinn Gary Neville verður í leikmannahópi Manchester United í fyrsta skipti í eitt ár þegar United sækir Middlesbrough heim í úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Fyrirliðinn hefur átt við langvarandi ökklameiðsli að stríða en spilaði 90 mínútur með varaliði félagsins á mánudag. Mikael Silvestre er einnig búinn að ná sér af sínum meiðslum og ekki veitir af í vörninni í ljósi þess að miðvörðurinn Nemanja Vidic meiddist á dögunum og verður frá í 2-3 vikur.

Hópur United gegn Boro:

Van der Sar, Neville, Brown, Ferdinand, Silvestre, Evra, O'Shea, Ronaldo, Scholes, Anderson, Hargreaves, Carrick, Giggs, Park, Rooney, Tevez, Kuszczak, Foster, Pique, Welbeck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×