Enski boltinn

Áfrýja Mascherano banninu

NordcPhotos/GettyImages

Liverpool hefur ákveðið að áfrýja dómi aganefndar enska knattspyrnusambandsins sem lengdi leikbann Javier Mascherano um tvo leiki eftir að hann var rekinn af velli gegn Manchester United í síðasta mánuði.

Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að Mascherano verði í banni í deildarleik Liverpool við Arsenal um helgina, en hann á samkvæmt dómi aganefndar líka að sitja af sér leik við Blackburn helgina eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×