Erlent

Fordæmir dráp galdralækna á hvítingjum

Námuverkamenn í Tansaníu. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Námuverkamenn í Tansaníu. Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/AP

Jakaya Kikwete, forseti Tansaníu, hefur fordæmt galdralækna þar í landi fyrir dráp á hvítingjum (albínóum) en 19 hafa verið myrtir síðan í mars í fyrra og tveggja til viðbótar er saknað. Samkvæmt þjóðtrú getur notkun líkamshluta hvítingja við trúarathafnir fært þeim sem hefur hlutana undir höndum velgengni, t.d. í viðskiptum eða við námugröft og veiðar.

„Því hefur verið haldið fram að líkamshlutar fólks með viss einkenni, s.s. sköllóttra eða hvítingja, geti haft í för með sér skjótfenginn gróða," sagði Kikwete í ræðu sem hann hélt í fyrradag á þingi um ástandið í landinu. Hann sagði hvítingjadrápin skömm fyrir samfélagið en flest þeirra hafa átt sér stað í Viktoríuhéraðinu þar sem leigð glæpagengi fara um og ræna hvítingjum. Reuters greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×