Erlent

Nyrsta kebab-sjoppa heims er á Svalbarða

Írani hefur opnað nyrstu kebab-sjoppu í heimi. Er hún staðsett í gömlum herflutningabíl á Svalbarða.

Írani þessi, Kazem að nafni, fékk ekki hæli sem flóttamaður í Noregi og ákvað því að flytja ásamt konu sinni og syni til Svalbarða. Kebab-sjoppa hans á eyjunni nýtur mikilla vinsælda meðal þeirra 2.000 manna sem búa á svæðinu.

Af þeim sökum hefur Kazem ákveðið að selja kebab gert úr sela- og hrefnukjöti. Sjoppan ber nafnið Rauði ísbjörninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×