Erlent

Bréf skrifað af Abraham Lincoln slegið fyrir metfé

Bréf sem Abraham Lincoln fyrrum forseti Bandaríkjanna skrifaði árið 1864 var slegið fyrir metfé á uppboði í New York í vikunni.

Fór bréfið á rúmlega 250 milljónir króna og er það hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir bréf af þessu tagi í Bandaríkjunum. Bréfið er svar Lincolns við beiðni 195 barna um að öllum börnum þræla í landinu yrði gefið frelsi.

Í bréfinu segir Lincoln meðal annars að þótt hann hafi ekki vald til að uppfylla allar óskir barnana biður hann þau um að muna að Guð hefur slíkt vald og svo virðist sem vilji Guðs standi til að uppfylla óskir þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×