Erlent

Ætluðu að ráðast á grunnskólakennarann

Þessir vettlingar voru notaðir við ofbeldisverkið í grunnskólanum.
Þessir vettlingar voru notaðir við ofbeldisverkið í grunnskólanum.

Níu ára krakkar í grunnskóla einum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum tóku með sér brotin steikarhníf, handjárn og einangrunarlímband í skólann á þföstudaginn síðasta. Þegar upp þetta komst viðurkenndu krakkarnir að hafa ætlað að ráðast á og meiða umsjónarkennarann sinn.

Kennarar komust að þessu þegar vopnin fundust smátt og smátt á litlum hóp nemenda í þriðja bekk.

"Planið þeirra var að handjárna kennarann, líma fyrir munn hennar og slá hana svo í höfuðið," sagði Duane Caswell lögreglumaður við blaðamenn í vikunni. Hann tók það fram að hnífurinn hefði aðeins verið hafður með til þess að skera á límbandið. Hann hafi ekki átt að nota á kennarann

"Þetta var frekar flókin og vel skipulögð árás, miðað við að þetta eru bara níu ára gömul börn," sagði Caswell. Hann sagði að börnin hefðu verið eina viku að undirbúa árásina og höfðu áætlað að framkvæma hana sama dag og þau voru gripinn glóðvolg með handjárnin, límbandið og steikarhnífinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×