Erlent

Flokkur Mugabe tapaði meirihluta í stjórn

Robert Mugabe forseti Simbabve og Zanu flokkur hans hafa tapað meirihluta í ríkisstjórn samkvæmt opinberum úrslitum kosninganna á laugardaginn. Zanu flokkurinn hefur fengið 94 af 210 þingsætum, en stjórnarandstöðuflokkarnir 105. Endanlegar niðurstöður forsetakjörsins hafa ekki enn verið birtar.

Lýðræðisumbótaflokkur Morgan Tsvangirai sem bauð sig fram gegn forsetanum, lýsti því þó yfir að leiðtogi þeirra hefði unnið forsetakosningarnar og segja hann hafa unnið 50,3 prósent fylgi en Mugabe 43.8 prósent.

Til að forðast aðra umferð forsetakosninga þarf einn frambjóðandi að ná meira en 50 prósentum atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×