Erlent

Unglingamiðstöðinni var rænt

MYNF/Hilmar

Bæjaryfirvöld í Traismauer í Austurríki hafa þurft að fresta áformum um að opna miðstöð sem taka átti á þjófnuðum og skemmdarverkum unglinga í bænum, vegna þess að byggingunni sem hýsa átti miðstöðina hefur verið stolið. Um var að ræða einingahús og höfðu einingarnar verið fluttar á lóðina þar sem húsið átti að rísa.

Þegar verkamenn ætluðu svo að hefjast handa við bygginguna var hún horfin. Lögregla rannsakar nú málið en óttast að tilvonandi gestir miðstöðvarinnar hafi eitthvað með málið að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×