Enski boltinn

Hermann: Helmingslíkur að ég spili

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann fagnar einu þriggja marka sinna með Portsmouth í vetur.
Hermann fagnar einu þriggja marka sinna með Portsmouth í vetur. Nordic Photos / AFP

Hermann Hreiðarsson segir í samtali við Vísi að það séu í dag helmingslíkur á því að hann geti spilað með Portsmouth í undanúrslitum bikarkeppninnar um helgina.

Hermann fékk ljótan skurð í leik Portsmouth gegn Wigan um helgina og þurfti að sauma þrjú spor. Hann hefur ekkert getað æft með liðinu síðan þá.

„Þetta er nokkuð bólgið í dag en það er aldrei að vita hvort þetta verði ekki orðið gott um helgina," sagði Hermann en það er gamall draumur hans að spila á Wembley.

„Ég verð allavega á Wembley hvort sem ég spila eða ekki en auðvitað yrði það svekkjandi að missa af leiknum vegna meiðsla. En svo er aldrei að vita nema að við komumst í úrslitin."

Portsmouth mætir WBA í undanúrslitunum á laugardaginn kemur.


Tengdar fréttir

Hermann missir líklega af leiknum á Wembley

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir að líklegt sé að Hermann Hreiðarsson geti ekki leikið með félaginu gegn WBA á laugardaginn í undanúrslitum bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×