Enski boltinn

Hermann missir líklega af leiknum á Wembley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, segir að líklegt sé að Hermann Hreiðarsson geti ekki leikið með félaginu gegn WBA á laugardaginn í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Leikurinn fer fram á Wembley þar sem Hermann hefur aldrei spilað áður og hefur hann sagt að það hafi lengi verið draumur hans að spila þar.

Hann meiddist hins vegar á nára í leiknum gegn Wigan á laugardaginn og hlaut slæmt sár sem þurfti að sauma þrjú spor í.

„Hermann er ákveðinn í því að spila en það er stór hola í fætinum hans og lítur það ekki vel út."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×