Fótbolti

Lehmann númer eitt hjá Löw

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jens Lehmann í marki þýska landsliðsins í síðustu viku.
Jens Lehmann í marki þýska landsliðsins í síðustu viku. Nordic Photos / Bongarts

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að Jens Lehmann sé enn fyrsti valkostur til að verja mark Þjóðverja á EM í sumar.

Lehmann missti sæti sitt í byrjunarliði Arsenal til Manuel Almunia í haust og hefur lítið spilað með liðinu á tímabilinu. En Löw valdi Lehmann fram yfir þá Timo Hildebrand og Robert Enke í vináttulandsleik Þjóðverja og Sviss í síðustu viku.

„Hann sýndi mikla yfirvegun, var mjög einbeittur og stýrði vörninni," sagði Löw í samtali við Kicker. „Hann er í góðu líkamlegu formi, er snöggur og með sjálfstraustið í lagi. En það er enginn öruggur um sæti."

Endanlegur landsliðshópur Þýskalands verður tilkynntur í maí og auk þeirra þriggja markvarða sem þegar hafa verið nefndir munu Löw og hans menn fylgjast með þeim Manuel Neuer og Rene Adler.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×