Erlent

Simbabve í lausu lofti eftir kosningar

Stjórnarandstaðan í Simbabve segir að landið sé í lausu lofti eftir að opinberar tölur kosninganna á laugardag fóru að berast. Samkvæmt þeim er hnífjafnt á milli stjórnarflokks Robert Mugabe og Lýðræðisflokks stjórnarandstöðunnar, báðir flokkar hafa unnið 19 þingsæti.

Tendai Biti talsmaður Lýðræðisflokksins segir að Morgan Tsvangirai leiðtogi flokksins hafi unnið 60 prósent atkvæða en Mugabe 30 prósent. Flokkurinn hafi unnið 95 þingsæti af 128 en kosið er í 210 kjördæmum. Hann heldur því fram að opinberum tölum hafi verið hagrætt forsetanum í vil.

Samkvæmt fréttavef BBC hefur dómsmálaráðherrann Patrick Chinamasa tapað þingsæti sínu sem og kynningarmálaráðherrann Chen Chimutengwende.

Niðurstöður hafa verið hengdar upp fyrir utan flesta kosningastaði frá því í gær.

Óeirðalögregla hefur farið um höfuðborgina Harare og aðrar borgir og íbúum hefur verið fyrirskipað að halda sig innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×