Lífið

Yngsti forstjórinn í Kauphöllinni orðinn þrítugur

Jón Sigurðsson er þrítugur í dag.
Jón Sigurðsson er þrítugur í dag.

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, er þrítugur í dag. Jón, sem er yngsti forstjórinn í Kauphöllinni, hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann tók við forstjórastólnum af Hannesi Smárasyni seint á síðasta ári.

Jón er ári yngri en Magnús Jónsson, forstjóri Atorku, og tveimur árum yngri en Lárus Welding, forstjóri Glitnis.

Jón, sem er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands áður en hann fyrir yfir til FL Group. Fyrst um sinn gegndi hann stöðu aðstoðarforstjóra en tók við forstjórastöðu félagsins þegar hlutafé þess var aukið í desember.

Dagar Jóns í starfi forstjóra hafa verið nokkuð erfiðir enda staðan á hlutabréfamörkuðum allt annað en ákjósanleg. Nú síðast bárust fréttir af því að taka ætti félagið af markaði en gengi félagsins hefur lækkað um tæp 50 prósent frá áramótum.

Vísir óskar Jóni til hamingju með daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.