Enski boltinn

Mido fer í þriggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mido fær hér að líta rauða spjaldið umrædda.
Mido fær hér að líta rauða spjaldið umrædda. Nordic Photos / Getty Images

Egyptinn Mido mun taka út þriggja leikja bann eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í leik Middlesbrough gegn Arsenal.

Skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður í liði Middlesbrough fékk hann rautt fyrir að sparka í andlit Gael Clichy en atvikið átti sér stað undir lok leiksins.

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, hefur rætt málið við bæði Mark Halsey, dómara leiksins, og Keith Hackett, yfirmann dómarasamtakanna, og fengið staðfest að rauða spjaldið stendur.

„Ég held að hann hafi ekki ætlað sér að gera þetta," sagði Southgate. „Hann sparkaði vissulega í hann en hann var að horfa á boltann allan tímann. Mido er miður sín vegna þessa þar sem hann er ekki grófur leikmaður."

Clichy fékk skurð í andlitið og hefur Mido beðið hann afsökunar á atvikinu. Hann missir af leikjum Boro gegn Derby, Manchester United og Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×