Enski boltinn

Cahill sér eftir „fagninu“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cahill sér eftir fagninu.
Cahill sér eftir fagninu. Nordic Photos / Getty Images

Tim Cahill, leikmaður Everton, hefur beðist afsökunar á því að fagna marki sínu gegn Portsmouth um helgina með því að leggja saman hendurnar líkt og hann væri handjárnaður.

Með þessu er talið að hann hafi verið að sýna bróður sínum stuðning sem var dæmdur í sex ára fangelsi í síðustu viku fyrir líkamsárás sem átti sér stað í Lundúnum fyrir þremur og hálfu ári síðan.

Everton gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem að fram kom að félagið myndi ekki gagnrýna Cahill fyrir látbragðið.

Nú hefur Cahill gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist sjá eftir atvikinu.

„Þetta voru ósjálfráð og tilfinningaþrungin viðbrögð en voru aðeins til þess ætluð að segja bróður mínum að ég hugsaði til hans og saknaði hans."

„Ég ætlaði ekki að móðga neinn með þessu og bið innilegrar afsökunar á þessu hafi ég móðgað einhvern."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×