Enski boltinn

Terry kom Mikel til varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henk Ten Cate, einn þjálfara Chelsea og fyrrum aðstoðarmaður Frank Rijkaard hjá Barcelona.
Henk Ten Cate, einn þjálfara Chelsea og fyrrum aðstoðarmaður Frank Rijkaard hjá Barcelona. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að orsökin að rifrildi John Terry og Henk ten Cate, einum þjálfara Chelsea, á æfingu á laugardaginn hafi verið John Obi Mikel.

The Times greindi frá því að Terry hafi verið að koma Mikel til varnar því honum hafi blöskrað meðferð Ten Cate á Mikel á æfingunni.

Ten Cate lét Mikel ítrekað heyra það á æfingunni þar til Terry fékk nóg. Fannst honum sem að Mikel hafi verið að fá ósanngjarna meðferð.

Ten Cate hefur síðan staðfest að hann og Terry hafi skipst á nokkrum vel völdum orðum en að málið hafi verið leyst og allir séu sáttir í dag.


Tengdar fréttir

Átök á æfingu hjá Chelsea á laugardag

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að þeir John Terry og Henk ten Cate hafi verið við það að slást á æfingu hjá Chelsea á laugardaginn - daginn fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum.

Ten Cate: Við skiptumst á blótsyrðum

Hollenski þjálfarinn Henk ten Cate hjá Chelsea hefur viðurkennt að hann og John Terry fyrirliði hafi látið blótsyrðunum rigna hvor yfir annan á æfingunni fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn síðasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×