Enski boltinn

Richards undir hnífinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Micah Richards í leik með Manchester City.
Micah Richards í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Manchester City staðfesti í kvöld að Micah Richards hefði gengist undir aðgerð á hné og verður frá af þeim sökum næstu vikurnar.

Richards er með brjóskskemmdir í hægra hnénu en meiðslin hafa verið að hrjá hann í fremur langan tíma.

Mark Whitaker, læknir City, sagði á heimasíðu félagsins að aðgerðin hefði gengið vel og að Richards hefji endurhæfingu sína á morgun.

Richards skrifaði nýverið undir nýjan samning við City sem gildir til loka leiktíðarinnar 2013.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×