Allt um leiki dagsins: Torres með þrennu í sigri Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 16:30 Fernando Torres fagnar einu þriggja marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Liverpool komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé þrennu Fernando Torres í 3-2 sigurleik liðsins gegn Middlesbrough. Boro komst yfir snemma í leiknum en Torres skoraði næstu þrjú mörk leiksins og tryggði þar með sínum mönnum sigur. Hann hefur nú skorað 21 mark á tímabilinu og er fyrsti leikmaður Liverpool sem nær þeim áfanga síðan að Michael Owen gerði það. Þetta var einnig hans fyrsta þrenna í ensku úrvalsdeildinni og fékk hann vitanlega að eiga boltann í leikslok. West Ham vann góðan sigur á Fulham þökk sé afar síðbúni marki Nolberto Solano. Portsmouth og Wigan unnu einnig sína leiki en Derby tapaði enn einu sinni og á varla minnstu vonarglætu um að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool - Middlesbrough 3-2 0-1 Sanli Tuncay (9.) 1-1 Fernando Torres (28.) 2-1 Fernando Torres (29.) 3-1 Fernando Torres (61.) 3-2 Stewart Downing (83.) Rautt: Jeremie Aliadiere, Middlesbrough (85.) Jamie Carragher tók út leikbann í dag og kom Alvaro Arbeloa inn í vörn Liverpool í hans stað. Það var eina breytingin frá liðinu sem mætti Inter Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Hjá Middlesbrough var einnig gerð ein breyting á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Tuncay Sanli hefur jafnað sig á meiðslum sínum og kom inn í liðið á kostnað Mido. Fjarvera Carragher virtist ætla að hafa sín áhrif en Middlesbrough komst snemma yfir í leiknum. Tuncay var þar að verki með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing úr aukaspyrnu. En Liverpool var ekki lengi að jafna metin. Fernando Torres færði sér skelfileg mistök Julio Arca í nyt og skoraði af miklu harðfylgi. Aðeins mínútu síðar kom Torres Liverpool yfir með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs. Tuncay kom boltanum í mark Liverpool skömmu síðar en markið var dæmt af þar sem Tuncay stýrði boltanum í markið með höndinni. Jeremie Aliadiere kom boltanum svo aftur yfir línuna skömmu síðar en markið var aftur dæmt af, í þetta sinn vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks fékk svo Gary O'Neill kjörið færi til að jafna leikinn eftir undirbúning Tuncay en skot hans missir marks. Staðan því 2-1 í hálfleik en snemma í þeim síðari skoraði Torres sitt þriðja mark eftir að Mark Schwarzer náði ekki að koma í veg fyrir fyrirgjöf. Þetta var fyrsta þrenna Torres í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok leiksins náði Stewart Downing að minnka muninn fyrir gestina með laglegu skoti sem Pepe Reina náði ekki að verja. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Aliadiere að líta rautt spjald fyrir að slá til Javier Mascherano sem var þó ekki algjörlega saklaus í þessum viðskiptum. En 3-2 varð niðurstaðan og gat Liverpool leyft sér að fagna dýrmætum sigri. Liðið er nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar með 47 stig eftir 26 leiki, rétt eins og Everton. Middlesbrough er hins vegar í tólfta sæti með 29 stig. Fulham - West Ham 0-1 0-1 Nolberto Solano (87.) Rautt: Leon Andreasen, Fulham (88.) Fyrirliði Fulham, Brian McBride, var í byrjunarliðinu eftir að hafa jafnað sig á hnémeiðslum en þeir Clint Dempsey og Aaron Hughes voru einnig í byrjunarliði Fulham. Hjá West Ham voru gerðar þrjár breytingar en þeir Julien Faubert, Mark Noble og Luis Boa Morte, fyrrum leikmaður Fulham, voru í byrjunarliðinu en Dean Ashton á bekknum. West Ham byrjaði betur í leiknum og Carlton Cole komst tvívegis nærri því að skora snemma í leiknum. Í seinni hálfleik fékk hann afar gott færi til að ná forystunni fyrir West Ham en aftur fór hann illa að ráði sínu. Hann fékk góða fyrirgjöf frá Freddie Ljungberg en skallaði beint á Antti Niemi í marki Fulham af stuttu færi. Niemi var svo aftur vel á verði en í þetta sinn frá samherja er Aaron Hughes var nærri því að skora sjálfsmark. En West Ham náði að innbyrða sigur með síðbúnu marki Nolberto Solano sem hafði betur í einvígi við Niemi og kom boltanum í markið. Leikmenn Fulham voru allt annað en sáttir og vildu meina að Solano hefði handleikið knöttinn. Leon Andreasen, leikmaður Fulham, kvartar svo sáran undan markinu að hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Fulham er því enn í næstneðsta sæti deildarinnar með nítján stig. West Ham er hins vegar í fínum málum og situr í níunda sæti deildarinnar með 40 stig. Portsmouth - Sunderland 1-0 1-0 Jermain Defoe (69.) Jermain Defoe var kominn í byrjunarlið Portsmouth á nýjan leik en hann missti af leiknum við Preston í bikarkeppninni um síðustu helgi. David James var með magavírus en var engu að síður í byrjunarliðinu. Þetta var 500. úrvalsdeildarleikur hans á ferlinum. Andy Reid var í byrjunarliði Sunderland en Dwight Yorke mátti byrja á bekknum. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth. Leikurinn var afar tíðindalítill í fyrri hálfleik en strax í upphafi þess síðari átti Defoe þokkalegt skot að marki. Jermain Defoe kom svo Portsmouth yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að Phil Bardsley braut á Króatanum Nico Kranjcar. Þetta reyndist niðurstaða leiksins. Portsmouth er því nú í sjöunda sæti deildarinnar með 44 stig, rétt eins og Aston Villa og Manchester City. Sunderland er í fimmtánda sæti með 26 stig. Wigan - Derby 2-0 1-0 Paul Scharner (60.) 2-0 Antonio Valencia (84.) Ein breyting var gerð á byrjunarliði Wigan frá síðasta leik þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Sunderland. Erik Edman kom inn í stað Ryan Taylor. Hjá Derby voru þeir Jay McEveley og Hossam Ghaly í byrjunarliðinu á nýjan leik en þeir Marc Edworthy og Emmanuel Villa voru settir á bekkinn. Svo virtist sem að Wigan hefði komist yfir í leiknum eftir hælspyrnu Mario Melchiot en aðstoðardómari leiksins úrskurðar að boltann hafi ekki verið farinn yfir línunna er Giles Barnes hreinsaði boltann frá markinu. Leikmenn Wigan voru ekki sáttir við þá ákvörðun. Wigan hlaut þó uppreisn æru í upphafi síðari hálfleiks er Austurríkismaðurinn Paul Scharner kom sínum mönnum yfir. Marlon King átti skot að marki en Scharner fylgdi því vel á eftir og skoraði. Wigan skoraði öðru sinni undir lok leiksins. Antonio Valencia var þar að verki eftir laglegan undirbúning Wilson Palacios. Þetta varð niðurstaðan og virðist því fátt geta bjargað Derby frá falli enda liðið einungis með níu stig í botnsæti deildarinnar. Wigan er nú í fjórtánda sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira
Liverpool komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé þrennu Fernando Torres í 3-2 sigurleik liðsins gegn Middlesbrough. Boro komst yfir snemma í leiknum en Torres skoraði næstu þrjú mörk leiksins og tryggði þar með sínum mönnum sigur. Hann hefur nú skorað 21 mark á tímabilinu og er fyrsti leikmaður Liverpool sem nær þeim áfanga síðan að Michael Owen gerði það. Þetta var einnig hans fyrsta þrenna í ensku úrvalsdeildinni og fékk hann vitanlega að eiga boltann í leikslok. West Ham vann góðan sigur á Fulham þökk sé afar síðbúni marki Nolberto Solano. Portsmouth og Wigan unnu einnig sína leiki en Derby tapaði enn einu sinni og á varla minnstu vonarglætu um að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool - Middlesbrough 3-2 0-1 Sanli Tuncay (9.) 1-1 Fernando Torres (28.) 2-1 Fernando Torres (29.) 3-1 Fernando Torres (61.) 3-2 Stewart Downing (83.) Rautt: Jeremie Aliadiere, Middlesbrough (85.) Jamie Carragher tók út leikbann í dag og kom Alvaro Arbeloa inn í vörn Liverpool í hans stað. Það var eina breytingin frá liðinu sem mætti Inter Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Hjá Middlesbrough var einnig gerð ein breyting á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Tuncay Sanli hefur jafnað sig á meiðslum sínum og kom inn í liðið á kostnað Mido. Fjarvera Carragher virtist ætla að hafa sín áhrif en Middlesbrough komst snemma yfir í leiknum. Tuncay var þar að verki með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing úr aukaspyrnu. En Liverpool var ekki lengi að jafna metin. Fernando Torres færði sér skelfileg mistök Julio Arca í nyt og skoraði af miklu harðfylgi. Aðeins mínútu síðar kom Torres Liverpool yfir með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs. Tuncay kom boltanum í mark Liverpool skömmu síðar en markið var dæmt af þar sem Tuncay stýrði boltanum í markið með höndinni. Jeremie Aliadiere kom boltanum svo aftur yfir línuna skömmu síðar en markið var aftur dæmt af, í þetta sinn vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks fékk svo Gary O'Neill kjörið færi til að jafna leikinn eftir undirbúning Tuncay en skot hans missir marks. Staðan því 2-1 í hálfleik en snemma í þeim síðari skoraði Torres sitt þriðja mark eftir að Mark Schwarzer náði ekki að koma í veg fyrir fyrirgjöf. Þetta var fyrsta þrenna Torres í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok leiksins náði Stewart Downing að minnka muninn fyrir gestina með laglegu skoti sem Pepe Reina náði ekki að verja. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Aliadiere að líta rautt spjald fyrir að slá til Javier Mascherano sem var þó ekki algjörlega saklaus í þessum viðskiptum. En 3-2 varð niðurstaðan og gat Liverpool leyft sér að fagna dýrmætum sigri. Liðið er nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar með 47 stig eftir 26 leiki, rétt eins og Everton. Middlesbrough er hins vegar í tólfta sæti með 29 stig. Fulham - West Ham 0-1 0-1 Nolberto Solano (87.) Rautt: Leon Andreasen, Fulham (88.) Fyrirliði Fulham, Brian McBride, var í byrjunarliðinu eftir að hafa jafnað sig á hnémeiðslum en þeir Clint Dempsey og Aaron Hughes voru einnig í byrjunarliði Fulham. Hjá West Ham voru gerðar þrjár breytingar en þeir Julien Faubert, Mark Noble og Luis Boa Morte, fyrrum leikmaður Fulham, voru í byrjunarliðinu en Dean Ashton á bekknum. West Ham byrjaði betur í leiknum og Carlton Cole komst tvívegis nærri því að skora snemma í leiknum. Í seinni hálfleik fékk hann afar gott færi til að ná forystunni fyrir West Ham en aftur fór hann illa að ráði sínu. Hann fékk góða fyrirgjöf frá Freddie Ljungberg en skallaði beint á Antti Niemi í marki Fulham af stuttu færi. Niemi var svo aftur vel á verði en í þetta sinn frá samherja er Aaron Hughes var nærri því að skora sjálfsmark. En West Ham náði að innbyrða sigur með síðbúnu marki Nolberto Solano sem hafði betur í einvígi við Niemi og kom boltanum í markið. Leikmenn Fulham voru allt annað en sáttir og vildu meina að Solano hefði handleikið knöttinn. Leon Andreasen, leikmaður Fulham, kvartar svo sáran undan markinu að hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Fulham er því enn í næstneðsta sæti deildarinnar með nítján stig. West Ham er hins vegar í fínum málum og situr í níunda sæti deildarinnar með 40 stig. Portsmouth - Sunderland 1-0 1-0 Jermain Defoe (69.) Jermain Defoe var kominn í byrjunarlið Portsmouth á nýjan leik en hann missti af leiknum við Preston í bikarkeppninni um síðustu helgi. David James var með magavírus en var engu að síður í byrjunarliðinu. Þetta var 500. úrvalsdeildarleikur hans á ferlinum. Andy Reid var í byrjunarliði Sunderland en Dwight Yorke mátti byrja á bekknum. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth. Leikurinn var afar tíðindalítill í fyrri hálfleik en strax í upphafi þess síðari átti Defoe þokkalegt skot að marki. Jermain Defoe kom svo Portsmouth yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að Phil Bardsley braut á Króatanum Nico Kranjcar. Þetta reyndist niðurstaða leiksins. Portsmouth er því nú í sjöunda sæti deildarinnar með 44 stig, rétt eins og Aston Villa og Manchester City. Sunderland er í fimmtánda sæti með 26 stig. Wigan - Derby 2-0 1-0 Paul Scharner (60.) 2-0 Antonio Valencia (84.) Ein breyting var gerð á byrjunarliði Wigan frá síðasta leik þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Sunderland. Erik Edman kom inn í stað Ryan Taylor. Hjá Derby voru þeir Jay McEveley og Hossam Ghaly í byrjunarliðinu á nýjan leik en þeir Marc Edworthy og Emmanuel Villa voru settir á bekkinn. Svo virtist sem að Wigan hefði komist yfir í leiknum eftir hælspyrnu Mario Melchiot en aðstoðardómari leiksins úrskurðar að boltann hafi ekki verið farinn yfir línunna er Giles Barnes hreinsaði boltann frá markinu. Leikmenn Wigan voru ekki sáttir við þá ákvörðun. Wigan hlaut þó uppreisn æru í upphafi síðari hálfleiks er Austurríkismaðurinn Paul Scharner kom sínum mönnum yfir. Marlon King átti skot að marki en Scharner fylgdi því vel á eftir og skoraði. Wigan skoraði öðru sinni undir lok leiksins. Antonio Valencia var þar að verki eftir laglegan undirbúning Wilson Palacios. Þetta varð niðurstaðan og virðist því fátt geta bjargað Derby frá falli enda liðið einungis með níu stig í botnsæti deildarinnar. Wigan er nú í fjórtánda sæti, fjórum stigum frá fallsæti.
Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Sjá meira