Allt um leiki dagsins: Torres með þrennu í sigri Liverpool Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 16:30 Fernando Torres fagnar einu þriggja marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images Liverpool komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé þrennu Fernando Torres í 3-2 sigurleik liðsins gegn Middlesbrough. Boro komst yfir snemma í leiknum en Torres skoraði næstu þrjú mörk leiksins og tryggði þar með sínum mönnum sigur. Hann hefur nú skorað 21 mark á tímabilinu og er fyrsti leikmaður Liverpool sem nær þeim áfanga síðan að Michael Owen gerði það. Þetta var einnig hans fyrsta þrenna í ensku úrvalsdeildinni og fékk hann vitanlega að eiga boltann í leikslok. West Ham vann góðan sigur á Fulham þökk sé afar síðbúni marki Nolberto Solano. Portsmouth og Wigan unnu einnig sína leiki en Derby tapaði enn einu sinni og á varla minnstu vonarglætu um að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool - Middlesbrough 3-2 0-1 Sanli Tuncay (9.) 1-1 Fernando Torres (28.) 2-1 Fernando Torres (29.) 3-1 Fernando Torres (61.) 3-2 Stewart Downing (83.) Rautt: Jeremie Aliadiere, Middlesbrough (85.) Jamie Carragher tók út leikbann í dag og kom Alvaro Arbeloa inn í vörn Liverpool í hans stað. Það var eina breytingin frá liðinu sem mætti Inter Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Hjá Middlesbrough var einnig gerð ein breyting á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Tuncay Sanli hefur jafnað sig á meiðslum sínum og kom inn í liðið á kostnað Mido. Fjarvera Carragher virtist ætla að hafa sín áhrif en Middlesbrough komst snemma yfir í leiknum. Tuncay var þar að verki með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing úr aukaspyrnu. En Liverpool var ekki lengi að jafna metin. Fernando Torres færði sér skelfileg mistök Julio Arca í nyt og skoraði af miklu harðfylgi. Aðeins mínútu síðar kom Torres Liverpool yfir með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs. Tuncay kom boltanum í mark Liverpool skömmu síðar en markið var dæmt af þar sem Tuncay stýrði boltanum í markið með höndinni. Jeremie Aliadiere kom boltanum svo aftur yfir línuna skömmu síðar en markið var aftur dæmt af, í þetta sinn vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks fékk svo Gary O'Neill kjörið færi til að jafna leikinn eftir undirbúning Tuncay en skot hans missir marks. Staðan því 2-1 í hálfleik en snemma í þeim síðari skoraði Torres sitt þriðja mark eftir að Mark Schwarzer náði ekki að koma í veg fyrir fyrirgjöf. Þetta var fyrsta þrenna Torres í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok leiksins náði Stewart Downing að minnka muninn fyrir gestina með laglegu skoti sem Pepe Reina náði ekki að verja. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Aliadiere að líta rautt spjald fyrir að slá til Javier Mascherano sem var þó ekki algjörlega saklaus í þessum viðskiptum. En 3-2 varð niðurstaðan og gat Liverpool leyft sér að fagna dýrmætum sigri. Liðið er nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar með 47 stig eftir 26 leiki, rétt eins og Everton. Middlesbrough er hins vegar í tólfta sæti með 29 stig. Fulham - West Ham 0-1 0-1 Nolberto Solano (87.) Rautt: Leon Andreasen, Fulham (88.) Fyrirliði Fulham, Brian McBride, var í byrjunarliðinu eftir að hafa jafnað sig á hnémeiðslum en þeir Clint Dempsey og Aaron Hughes voru einnig í byrjunarliði Fulham. Hjá West Ham voru gerðar þrjár breytingar en þeir Julien Faubert, Mark Noble og Luis Boa Morte, fyrrum leikmaður Fulham, voru í byrjunarliðinu en Dean Ashton á bekknum. West Ham byrjaði betur í leiknum og Carlton Cole komst tvívegis nærri því að skora snemma í leiknum. Í seinni hálfleik fékk hann afar gott færi til að ná forystunni fyrir West Ham en aftur fór hann illa að ráði sínu. Hann fékk góða fyrirgjöf frá Freddie Ljungberg en skallaði beint á Antti Niemi í marki Fulham af stuttu færi. Niemi var svo aftur vel á verði en í þetta sinn frá samherja er Aaron Hughes var nærri því að skora sjálfsmark. En West Ham náði að innbyrða sigur með síðbúnu marki Nolberto Solano sem hafði betur í einvígi við Niemi og kom boltanum í markið. Leikmenn Fulham voru allt annað en sáttir og vildu meina að Solano hefði handleikið knöttinn. Leon Andreasen, leikmaður Fulham, kvartar svo sáran undan markinu að hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Fulham er því enn í næstneðsta sæti deildarinnar með nítján stig. West Ham er hins vegar í fínum málum og situr í níunda sæti deildarinnar með 40 stig. Portsmouth - Sunderland 1-0 1-0 Jermain Defoe (69.) Jermain Defoe var kominn í byrjunarlið Portsmouth á nýjan leik en hann missti af leiknum við Preston í bikarkeppninni um síðustu helgi. David James var með magavírus en var engu að síður í byrjunarliðinu. Þetta var 500. úrvalsdeildarleikur hans á ferlinum. Andy Reid var í byrjunarliði Sunderland en Dwight Yorke mátti byrja á bekknum. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth. Leikurinn var afar tíðindalítill í fyrri hálfleik en strax í upphafi þess síðari átti Defoe þokkalegt skot að marki. Jermain Defoe kom svo Portsmouth yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að Phil Bardsley braut á Króatanum Nico Kranjcar. Þetta reyndist niðurstaða leiksins. Portsmouth er því nú í sjöunda sæti deildarinnar með 44 stig, rétt eins og Aston Villa og Manchester City. Sunderland er í fimmtánda sæti með 26 stig. Wigan - Derby 2-0 1-0 Paul Scharner (60.) 2-0 Antonio Valencia (84.) Ein breyting var gerð á byrjunarliði Wigan frá síðasta leik þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Sunderland. Erik Edman kom inn í stað Ryan Taylor. Hjá Derby voru þeir Jay McEveley og Hossam Ghaly í byrjunarliðinu á nýjan leik en þeir Marc Edworthy og Emmanuel Villa voru settir á bekkinn. Svo virtist sem að Wigan hefði komist yfir í leiknum eftir hælspyrnu Mario Melchiot en aðstoðardómari leiksins úrskurðar að boltann hafi ekki verið farinn yfir línunna er Giles Barnes hreinsaði boltann frá markinu. Leikmenn Wigan voru ekki sáttir við þá ákvörðun. Wigan hlaut þó uppreisn æru í upphafi síðari hálfleiks er Austurríkismaðurinn Paul Scharner kom sínum mönnum yfir. Marlon King átti skot að marki en Scharner fylgdi því vel á eftir og skoraði. Wigan skoraði öðru sinni undir lok leiksins. Antonio Valencia var þar að verki eftir laglegan undirbúning Wilson Palacios. Þetta varð niðurstaðan og virðist því fátt geta bjargað Derby frá falli enda liðið einungis með níu stig í botnsæti deildarinnar. Wigan er nú í fjórtánda sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Liverpool komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé þrennu Fernando Torres í 3-2 sigurleik liðsins gegn Middlesbrough. Boro komst yfir snemma í leiknum en Torres skoraði næstu þrjú mörk leiksins og tryggði þar með sínum mönnum sigur. Hann hefur nú skorað 21 mark á tímabilinu og er fyrsti leikmaður Liverpool sem nær þeim áfanga síðan að Michael Owen gerði það. Þetta var einnig hans fyrsta þrenna í ensku úrvalsdeildinni og fékk hann vitanlega að eiga boltann í leikslok. West Ham vann góðan sigur á Fulham þökk sé afar síðbúni marki Nolberto Solano. Portsmouth og Wigan unnu einnig sína leiki en Derby tapaði enn einu sinni og á varla minnstu vonarglætu um að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool - Middlesbrough 3-2 0-1 Sanli Tuncay (9.) 1-1 Fernando Torres (28.) 2-1 Fernando Torres (29.) 3-1 Fernando Torres (61.) 3-2 Stewart Downing (83.) Rautt: Jeremie Aliadiere, Middlesbrough (85.) Jamie Carragher tók út leikbann í dag og kom Alvaro Arbeloa inn í vörn Liverpool í hans stað. Það var eina breytingin frá liðinu sem mætti Inter Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Hjá Middlesbrough var einnig gerð ein breyting á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Tuncay Sanli hefur jafnað sig á meiðslum sínum og kom inn í liðið á kostnað Mido. Fjarvera Carragher virtist ætla að hafa sín áhrif en Middlesbrough komst snemma yfir í leiknum. Tuncay var þar að verki með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing úr aukaspyrnu. En Liverpool var ekki lengi að jafna metin. Fernando Torres færði sér skelfileg mistök Julio Arca í nyt og skoraði af miklu harðfylgi. Aðeins mínútu síðar kom Torres Liverpool yfir með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs. Tuncay kom boltanum í mark Liverpool skömmu síðar en markið var dæmt af þar sem Tuncay stýrði boltanum í markið með höndinni. Jeremie Aliadiere kom boltanum svo aftur yfir línuna skömmu síðar en markið var aftur dæmt af, í þetta sinn vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks fékk svo Gary O'Neill kjörið færi til að jafna leikinn eftir undirbúning Tuncay en skot hans missir marks. Staðan því 2-1 í hálfleik en snemma í þeim síðari skoraði Torres sitt þriðja mark eftir að Mark Schwarzer náði ekki að koma í veg fyrir fyrirgjöf. Þetta var fyrsta þrenna Torres í ensku úrvalsdeildinni. Undir lok leiksins náði Stewart Downing að minnka muninn fyrir gestina með laglegu skoti sem Pepe Reina náði ekki að verja. Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Aliadiere að líta rautt spjald fyrir að slá til Javier Mascherano sem var þó ekki algjörlega saklaus í þessum viðskiptum. En 3-2 varð niðurstaðan og gat Liverpool leyft sér að fagna dýrmætum sigri. Liðið er nú komið upp í fjórða sæti deildarinnar með 47 stig eftir 26 leiki, rétt eins og Everton. Middlesbrough er hins vegar í tólfta sæti með 29 stig. Fulham - West Ham 0-1 0-1 Nolberto Solano (87.) Rautt: Leon Andreasen, Fulham (88.) Fyrirliði Fulham, Brian McBride, var í byrjunarliðinu eftir að hafa jafnað sig á hnémeiðslum en þeir Clint Dempsey og Aaron Hughes voru einnig í byrjunarliði Fulham. Hjá West Ham voru gerðar þrjár breytingar en þeir Julien Faubert, Mark Noble og Luis Boa Morte, fyrrum leikmaður Fulham, voru í byrjunarliðinu en Dean Ashton á bekknum. West Ham byrjaði betur í leiknum og Carlton Cole komst tvívegis nærri því að skora snemma í leiknum. Í seinni hálfleik fékk hann afar gott færi til að ná forystunni fyrir West Ham en aftur fór hann illa að ráði sínu. Hann fékk góða fyrirgjöf frá Freddie Ljungberg en skallaði beint á Antti Niemi í marki Fulham af stuttu færi. Niemi var svo aftur vel á verði en í þetta sinn frá samherja er Aaron Hughes var nærri því að skora sjálfsmark. En West Ham náði að innbyrða sigur með síðbúnu marki Nolberto Solano sem hafði betur í einvígi við Niemi og kom boltanum í markið. Leikmenn Fulham voru allt annað en sáttir og vildu meina að Solano hefði handleikið knöttinn. Leon Andreasen, leikmaður Fulham, kvartar svo sáran undan markinu að hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Fulham er því enn í næstneðsta sæti deildarinnar með nítján stig. West Ham er hins vegar í fínum málum og situr í níunda sæti deildarinnar með 40 stig. Portsmouth - Sunderland 1-0 1-0 Jermain Defoe (69.) Jermain Defoe var kominn í byrjunarlið Portsmouth á nýjan leik en hann missti af leiknum við Preston í bikarkeppninni um síðustu helgi. David James var með magavírus en var engu að síður í byrjunarliðinu. Þetta var 500. úrvalsdeildarleikur hans á ferlinum. Andy Reid var í byrjunarliði Sunderland en Dwight Yorke mátti byrja á bekknum. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth. Leikurinn var afar tíðindalítill í fyrri hálfleik en strax í upphafi þess síðari átti Defoe þokkalegt skot að marki. Jermain Defoe kom svo Portsmouth yfir með marki úr vítaspyrnu eftir að Phil Bardsley braut á Króatanum Nico Kranjcar. Þetta reyndist niðurstaða leiksins. Portsmouth er því nú í sjöunda sæti deildarinnar með 44 stig, rétt eins og Aston Villa og Manchester City. Sunderland er í fimmtánda sæti með 26 stig. Wigan - Derby 2-0 1-0 Paul Scharner (60.) 2-0 Antonio Valencia (84.) Ein breyting var gerð á byrjunarliði Wigan frá síðasta leik þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Sunderland. Erik Edman kom inn í stað Ryan Taylor. Hjá Derby voru þeir Jay McEveley og Hossam Ghaly í byrjunarliðinu á nýjan leik en þeir Marc Edworthy og Emmanuel Villa voru settir á bekkinn. Svo virtist sem að Wigan hefði komist yfir í leiknum eftir hælspyrnu Mario Melchiot en aðstoðardómari leiksins úrskurðar að boltann hafi ekki verið farinn yfir línunna er Giles Barnes hreinsaði boltann frá markinu. Leikmenn Wigan voru ekki sáttir við þá ákvörðun. Wigan hlaut þó uppreisn æru í upphafi síðari hálfleiks er Austurríkismaðurinn Paul Scharner kom sínum mönnum yfir. Marlon King átti skot að marki en Scharner fylgdi því vel á eftir og skoraði. Wigan skoraði öðru sinni undir lok leiksins. Antonio Valencia var þar að verki eftir laglegan undirbúning Wilson Palacios. Þetta varð niðurstaðan og virðist því fátt geta bjargað Derby frá falli enda liðið einungis með níu stig í botnsæti deildarinnar. Wigan er nú í fjórtánda sæti, fjórum stigum frá fallsæti.
Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira