Enski boltinn

Wenger vill Taylor í lífstíðarbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger segir að brot Martin Taylor á Eduardo Da Silva í dag hafi verið gerð með ásetningi og að fyrir vikið eigi hann að vera dæmdur í lífstíðarbann.

Taylor var rekinn af velli eftir tæklinguna hrottalegu en Wenger staðfesti að tímabilið væri búið hjá Króatanum.

„Mér finnst að þessi maður eigi aldrei að fá að spila fótbolta aftur. Hvað var hann að gera inn á vellinum?"

„Ég hef lengi haft trú á því að til þess að stöðva Arsenal þarftu að sparka Arsenal niður. Ég vissi að eitthvað í þessa veru væri væntanlegt," sagði Wenger.

„Tímabilið er nú búið hjá honum og er það afar, afar slæmt. Meira en bara tímabilið er búið hjá honum," sagði hann og gaf þar með til kynna að Eduardo kynni að missa af EM í sumar með króatíska landsliðinu.

Alex McLeish, stjóri Arsenal, segir að Taylor sé algjörlega niðurbrotinn eftir tæklinguna og segir að hún hafi ekki verið viljandi gerð.

„Martin Taylor er svo sannarlega ekki fær um að framkvæma svona hræðilega tæklingu viljandi. Hann er algjörlega niðurbrotinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×