Enski boltinn

Ramos hrósaði Robinson

Paul Robinson, þakkar áhorfendum fyrir í gær.
Paul Robinson, þakkar áhorfendum fyrir í gær. Nordic Photos / Getty Images

Juande Ramos hrósaði mjög markverðinum Paul Robinson fyrir frammistöðu hans í leik Tottenham og Slavia Prag í gær.

Ramos vildi þó ekki staðfesta að Robinson myndi vera í byrjunarliði Tottenham í úrslitaleik deildabikarkeppninnar um helgina.

Robinson hafði misst af síðustu tíu leikjum Tottenham og Radek Cerny verið valinn í hans stað. Robinson fékk þó tækifærið á ný í gær og nýtti það vel. Hann varði tvívegis vel í leiknum sem lyktaði með 1-1 jafntefli en Tottenham vann fyrri leik liðanna í Tékklandi, 3-2, og komst þar með áfram í 16-liða úrslit.

„Það er að mörgu að huga þegar byrjunarliðið er valið," sagði Ramos. „Það mikilvæga er að allir leikmenn eru í nægilega góðu formi og í réttu ástandi."

„Robinson stóð sig frábærlega vel. Hann gerði allt það sem hann þurfti að gera," bætti Ramos við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×