Enski boltinn

Giggs ætlar í þjálfun að ferlinum loknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs í leiknum í gær.
Ryan Giggs í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Ryan Giggs segist ætla að snúa sér að knattspyrnuþjálfun þegar að ferli hans lýkur en Giggs er 34 ára gamall.

Hann lék sinn 100. Evrópuleik fyrir Manchester United í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lyon í Meistaradeild Evrópu.

Giggs mun hefja nám sitt fyrir UEFA-A þjálfaragráðu sína nú í sumar að sögn Osian Roberts hjá knattspyrnusambandi Wales.

„Ryan hefur gefið til kynna að hann vilji koma með okkur til Aberystwyth í júní í sumar og taka UEFA-A þjálfaragráðuna. Það eru frábærar fréttir fyrir okkur í Wales og frábærar fréttir fyrir knattspyrnuna að maður á hans stalli verði áfram í íþróttinni."

Margir fyrrum leikmenn Manchester United hafa snúið sér að þjálfun og eru þekktir knattspyrnustjórar í dag. Meðal þeirra má nefna Gordon Strachan, Steve Bruce, Paul Ince og Mark Hughes sem er einnig frá Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×