Enski boltinn

Toure frá í 3-4 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hugað að meiðslum Kolo Toure í gær.
Hugað að meiðslum Kolo Toure í gær. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, býst við því að Kolo Toure verði frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leiknum gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í gær.

Toure þurfti að fara af velli strax á sjöundu mínútu leiksins í gær og sagði Wenger að meiðslin mætti rekja til leikjaálags.

„Toure er meiddur á kálfa og eftir því sem ég fæ best séð verður hann frá í að minnsta kosti þrjár til fjórar vikur," sagði Wenger.

„Meiðslin eru bein afleiðing af Afríkukeppninni," bætti hann við en Toure er í landsliði Fílabeinsstrandarinnar sem varð í fjórða sæti í keppninni.

Hann missir því af síðari viðureign liðanna á San Siro en leik liðanna í gær lyktaði með markalausu jafntefli. Ekkert enskt lið hefur unnið AC Milan á San Siro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×