Enski boltinn

Eiður nú orðaður við Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári fagnar marki með Barcelona.
Eiður Smári fagnar marki með Barcelona. Nordic Photos / Getty Images
Tottenham er sagt vera á höttunum eftir Eiði Smára Guðjohnsen samkvæmt fregnum í enskum miðlum í dag.

Eiður var fyrr í vikunni orðaður við PSG í Frakklandi en hann hefur verið orðaður við fjöldamörg félög víða í Evrópu.

Juande Ramos, stjóri Tottenham, er sagður vilja losa sig við Darren Bent í sumar og þar sem Jermain Defoe er farinn frá félaginu þarf hann að styrkja sóknarleik liðsins.

Talið er að Eiður Smári sé falur fyrir um sjö milljónir punda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×