Enski boltinn

Liverpool vinnur ekki deildina undir stjórn Benitez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael Benitez hefur mátt þola mikla gagnrýni að undanförnu, nú síiðast frá Jamie Redknapp.
Rafael Benitez hefur mátt þola mikla gagnrýni að undanförnu, nú síiðast frá Jamie Redknapp. Nordic Photos / Getty Images

Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool, reiknar ekki með því að Liverpool verði nokkru sinni Englandsmeistari undir stjórn Rafael Benitez.

Hann telur að stefna Benitez að skipta út leikmönnum ótt og títt í byrjunarliðinu og sú stefna að láta Evrópukeppnina ganga fyrir geri það að verkum að Liverpool eigi ekki möguleika í deildinni.

„Ég held að Liverpool verði ekki Englandsmeistari undir stjórn Rafa Benitez. Ég held að þeir séu eins fjarri því í dag og nokkru sinni áður. Þeir eiga ekki möguleika."

„Hvað Benitez varðar er aðalmálið að vinna Meistaradeildina. Allt gengur út á það. Liverpool getur unnið hvaða andstæðing sem er undir stjórn Rafael Benitez ef þeir hitta á góðan dag. En liðinu gengur þá að sama skapi ekki jafn vel í deildinni."

„Ég hef heyrt fólk segja að hann sé ekki frábær knattspyrnustjóri. En það kemst enginn í tvo úrslitaleiki Meistaradeildarinnar án þess að kunna sitthvað fyrir sér."

„Í upphafi tímabilsins hafði ég mikla trú á Liverpool og taldi að nú væri komið að þeim. En svo koma breytingarnar og þá vantar stöðugleikann og skilninginn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×