Enski boltinn

Meirihluti mótfallin útrás ensku úrvalsdeildairnnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Derby fagna einu þrettán marka sinna í vetur.
Leikmenn Derby fagna einu þrettán marka sinna í vetur. Nordic Photos / Getty Images
Meirihluti lesenda Vísis eru mótfallnir því að bætt verið við aukaumferð við ensku úrvalsdeildina sem leikin verði á erlendri grundu.

Spurningin var borin upp í þættinum 4-4-2 á Sýn um helgina og svöruðu 68,6% neitandi. Spurningin hljómaði svo: „Á að leika eina umferð utan Englands?"

Við ætlum að halda okkur við ensku úrvalsdeildina í spurningu dagsins á íþróttavef Vísis.

Derby situr langneðst í deildinni með níu stig eftir aðeins einn sigurleik og sex jafntefli.

Um helgina tapaði liðið fyrir Tottenham, 3-0, og virðist eiga nánast enga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

Eða hvað? Framundan eru mikilvægir leikir gegn Wigan og Sunderland og aldrei að vita hvaða þýðingu tveir sigrar í röð hafa fyrir liðið.

Við spyrjum því hvort Derby eigi nokkra möguleika á því að bjarga sér frá falli úr því sem komið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×