Enski boltinn

Terry gæti náð úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tímabilið hefur verið ansi skrautlegt hjá John Terry. Hér er hann með andlitsgrímuna frægu.
Tímabilið hefur verið ansi skrautlegt hjá John Terry. Hér er hann með andlitsgrímuna frægu. Nordic Photos / Getty Images
Avram Grant, stjóri Chelsea, útilokar ekki að John Terry gæti spilað með liðinu í úrslitum deildabikarkeppninnar þann 24. febrúar næstkomandi.

Terry hefur ekki spilað með Chelsea síðan 16. desember síðastliðinn. Sjálfur sagði hann að gæti þess vegna náð leiknum gegn Huddersfield á laugardaginn en Grant var ekki eins bjartsýnn.

„Við reiknum með að hann verði frá í þrjár vikur til viðbótar," sagði Grant og bætti við að endurkoma hans myndi styrkja liðið verulega.

„Það voru afskaplega góðar fréttir að John hafi byrjað að æfa fyrr en áætlað var. Hann æfði með liðinu á föstudag og laugardag og voru vitanlega allir ánægðir með að sjá hann."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×