Enski boltinn

Crouch: Vorum betri aðilinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peter Crouch í barátti við Ricardo Carvalho í dag.
Peter Crouch í barátti við Ricardo Carvalho í dag. Nordic Photos / Getty Images

Peter Crouch fékk bestu færi Liverpool í dag en náði ekki að skora úr þeim. Hann sagði að Liverpool hefði verið betri aðilinn í leiknum.

„Þetta eru talsverð vonbrigði," sagði Crouch. „Þetta var erfiður leikur en við hefðum getað unnið. Það er alltaf erfitt að spila á móti Chelsea enda með stóra og sterka leikmenn. En mér fannst við vera betri aðilinn í dag og áttum að vinna leikinn."

Spurður um hvað besta færi hans hefði verið kvaðst hann ekki viss. „Kannski vinstrifótarskotið. Ef ég hefði hitt markið hefði hann sennilega farið inn. En mér fannst við standa okkur vel ef á heildina er litið."

„Það er enn talsvert í efstu þrjú liðin en við sönnuðum í dag að við ætlum okkur að berjast allt til loka tímabilsins."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×