Óvæntur sigur Manchester City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2008 15:25 Dietmar Hamann heldur hér aftur af Cristiano Ronaldo. Nordic Photos / Getty Images Manchester City vann 2-1 sigur á Manchester United í leik sem markaði að hálf öld er liðin frá flugslysinu í München. 23 fórust í slysinu, þar af átta leikmenn Manchester United. Af því tilefni var mínútuþögn fyrir leikinn og leikmenn United léku í treyjum sem voru aðeins merktar númerum 1-11, rétt eins og tíðkaðist hjá félaginu 1958. En öllum að óvörum komst City tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik með mörkum þeirra Darius Vassell og Benjani sem lék sinn fyrsta leik með félaginu í dag. Varamaðurinn Michael Carrick skoraði mark United í uppbótartíma. City vann fyrri viðureign liðanna á tímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í 39 ár sem það að liðið vinnur báðar viðureignir liðanna á sama tímabilinu. Árangur Sven-Göran Eriksson á Old Trafford er einnig afar merkilegur en hann hefur unnið átta af þeim ellefu leikjum þar sem hann hefur stýrt liði á Old Trafford og aðeins tapað einum. Wayne Rooney gat ekki spilað með United þar sem hann tók út leikbann og það sama átti við Patrice Evra. Owen Hargreaves var settur á bekkinn en í þeirra stað komu þeir Nani, Anderson og John O'Shea í liðið. Benjani lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Manchester City en þeir Elano og Vedran Corluka voru í banni í leiknum. Nedum Onuoha var einnig í byrjunarliðinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri United, sérstaklega þar sem Ferguson stillti upp mjög sókndjörfu liði. En fjarvera Rooney átti eftir að hafa sitt að segja. Gengi City á útivelli á tímabilinu hefur hins vegar ekki verið neitt sérstakt. Liðið hafði unnið tvo leiki á leiktíðinni fyrir leikinn í dag - gegn West Ham og Newcastle. United var meira með boltann í upphafi leiks og City varðist heldur aftarlega. Ryan Giggs fékk fyrsta almennilega færi leiksins en Joe Hart varði vel frá honum. Martin Petrov fékk síðan ágætt skotfæri fyrir City en boltinn fór hátt yfir mark heimamanna. Carlos Tevez var svo í þann mund að koma sér í gott skotfæri eftir undirbúning Cristiano Ronaldo en Richard Dunne tæklaði hann á hárréttu augnabliki og kom í veg fyrir skotið. Eftir 20 mínútna leik virtist sem svo að leikmenn City væru búnir að hrista af sér mesta stressið. En það sló svo þögn á heimamenn er þeir skoruðu fyrsta mark leiksins. Petrov átti sendingu inn fyrir vörn United sem Stephen Ireland fékk og skaut hann að marki. Edwin van der Sar varði frá honum, Darius Vassell náði frákastinu og skaut að marki. Aftur varði Van der Sar en aftur fékk Vassell boltann og skilaði knettinum í netið í þetta skiptið. Carlos Tevez komst síðan nærri því að jafna metin stuttu síðar en aftur var Joe Hart vel á verði. United-menn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en þökk sé öguðum og vel skipulögðum varnarleik tókst þeim ekki ætlunarverk sitt. Þess í stað bættu City-menn við öðru marki áður en hálfleikurinn kláraðist. Benjani skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir aðra glæsilega sendingu frá Petrov. City byrjaði betur í seinni hálfleik en United reyndi áfram að sækja eins og það gat. Carlos Tevez náði reyndar að koma knettinum í markið eftir um stundarfjórðung en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Anderson og Ryan Giggs áttu þokkaleg skot eftir þetta en allt kom fyrir ekki. United náði reyndar að klóra í bakkann á 92. mínútu. Varamaðurinn Michael Carrick var þar að verki með skoti rétt innan vítateigs. En það reyndist of seint og varð Manchester United að játa sig sigrað í þessum minnistæða leik. Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Manchester City vann 2-1 sigur á Manchester United í leik sem markaði að hálf öld er liðin frá flugslysinu í München. 23 fórust í slysinu, þar af átta leikmenn Manchester United. Af því tilefni var mínútuþögn fyrir leikinn og leikmenn United léku í treyjum sem voru aðeins merktar númerum 1-11, rétt eins og tíðkaðist hjá félaginu 1958. En öllum að óvörum komst City tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik með mörkum þeirra Darius Vassell og Benjani sem lék sinn fyrsta leik með félaginu í dag. Varamaðurinn Michael Carrick skoraði mark United í uppbótartíma. City vann fyrri viðureign liðanna á tímabilinu og er þetta í fyrsta sinn í 39 ár sem það að liðið vinnur báðar viðureignir liðanna á sama tímabilinu. Árangur Sven-Göran Eriksson á Old Trafford er einnig afar merkilegur en hann hefur unnið átta af þeim ellefu leikjum þar sem hann hefur stýrt liði á Old Trafford og aðeins tapað einum. Wayne Rooney gat ekki spilað með United þar sem hann tók út leikbann og það sama átti við Patrice Evra. Owen Hargreaves var settur á bekkinn en í þeirra stað komu þeir Nani, Anderson og John O'Shea í liðið. Benjani lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Manchester City en þeir Elano og Vedran Corluka voru í banni í leiknum. Nedum Onuoha var einnig í byrjunarliðinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri United, sérstaklega þar sem Ferguson stillti upp mjög sókndjörfu liði. En fjarvera Rooney átti eftir að hafa sitt að segja. Gengi City á útivelli á tímabilinu hefur hins vegar ekki verið neitt sérstakt. Liðið hafði unnið tvo leiki á leiktíðinni fyrir leikinn í dag - gegn West Ham og Newcastle. United var meira með boltann í upphafi leiks og City varðist heldur aftarlega. Ryan Giggs fékk fyrsta almennilega færi leiksins en Joe Hart varði vel frá honum. Martin Petrov fékk síðan ágætt skotfæri fyrir City en boltinn fór hátt yfir mark heimamanna. Carlos Tevez var svo í þann mund að koma sér í gott skotfæri eftir undirbúning Cristiano Ronaldo en Richard Dunne tæklaði hann á hárréttu augnabliki og kom í veg fyrir skotið. Eftir 20 mínútna leik virtist sem svo að leikmenn City væru búnir að hrista af sér mesta stressið. En það sló svo þögn á heimamenn er þeir skoruðu fyrsta mark leiksins. Petrov átti sendingu inn fyrir vörn United sem Stephen Ireland fékk og skaut hann að marki. Edwin van der Sar varði frá honum, Darius Vassell náði frákastinu og skaut að marki. Aftur varði Van der Sar en aftur fékk Vassell boltann og skilaði knettinum í netið í þetta skiptið. Carlos Tevez komst síðan nærri því að jafna metin stuttu síðar en aftur var Joe Hart vel á verði. United-menn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en þökk sé öguðum og vel skipulögðum varnarleik tókst þeim ekki ætlunarverk sitt. Þess í stað bættu City-menn við öðru marki áður en hálfleikurinn kláraðist. Benjani skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir aðra glæsilega sendingu frá Petrov. City byrjaði betur í seinni hálfleik en United reyndi áfram að sækja eins og það gat. Carlos Tevez náði reyndar að koma knettinum í markið eftir um stundarfjórðung en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Anderson og Ryan Giggs áttu þokkaleg skot eftir þetta en allt kom fyrir ekki. United náði reyndar að klóra í bakkann á 92. mínútu. Varamaðurinn Michael Carrick var þar að verki með skoti rétt innan vítateigs. En það reyndist of seint og varð Manchester United að játa sig sigrað í þessum minnistæða leik.
Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira