Enski boltinn

Flugeldar rufu þögnina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
23 börn og unglingar gengu inn á völlinn í treyjum merktum þeim sem fórust í slysinu í München.
23 börn og unglingar gengu inn á völlinn í treyjum merktum þeim sem fórust í slysinu í München. Nordic Photos / Getty Images

Stuðningsmenn Manchester United og Manchester City virtu þá þögn sem ríkti í eina mínútu fyrir leik liðanna til minningar um þá sem fórust í flugslysinu í München fyrir hálfri öld.

Hins vegar heyrðust sex háværir hvellir sem komu frá flugeldum sem kveikt var í utan leikvangsins.

Óttast var að einhverjir stuðningsmanna City myndu ekki virða þögnina en það gerðist ekki.

Sekkjapípuleikari fór fyrir leikmönnum er þeir gengu inn á völlinn og knattspyrnustjórarnir Alex Ferguson og Sven-Göran Eriksson lögðu kransa á miðju vallarins.

Að mínútuþögninni lokinni klöppuðu stuðningsmenn United stuðningsmönnum City lof í lófa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×