Enski boltinn

Yakubu ekki með Everton á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yakubu verður ekki með Everton á morgun.
Yakubu verður ekki með Everton á morgun. Nordic Photos / Getty Images

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur staðfest að Yakubu verði ekki með Everton gegn Reading á morgun.

Yakubu hefur verið með landsliði Nígeríu undanfarnar vikur vegna Afríkukeppninnar en átti að mæta aftur til æfinga hjá Everton á miðvikudaginn. Hann lét hins vegar ekki sjá sig.

Spurður hvort að Yakubu yrði með í leiknum á morgun sagði Moyes einfaldlega „nei".

Moyes hefur þegar refsað Yakubu en vill ekki segja hvers eðlis refsingin var. Talið er að hann hafi verið sektaður um tveggja vikna laun eins og fram kom á Vísi fyrr í dag.

„Þetta er innanbúðarmál. Ég talaði við hann í morgun og hann verður ekki í hópnum á morgun. Ég hef gripið til aðgerða og þar við situr."

Þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson verða ekki með Reading á morgun. Brynjar á við meiðsli að stríða og Ívar tekur út leikbann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×