Enski boltinn

Coppell: Bikey er ekki heimskur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Bikey brást illa við rauða spjaldinu sem hann fékk í gær.
Andre Bikey brást illa við rauða spjaldinu sem hann fékk í gær. Nordic Photos / AFP

Steve Coppell segir að eitthvað hljóti að búa að baki því að Andre Bikey hafi hrint vallarstarfsmanni í undanúrslitaleik Gana og Kamerún í Afríkueppninni í gær.

Undir lok leiksins meiddist Rigobert Song og komu vallarstarfsmenn með börur inn á völlinn. Á meðan það var verið að huga að honum hljóð Bikey upp að einum starfsmannanna og hrinti honum í grasið.

Hann hlaut að launum rautt spjald og missir þar með af úrslitaleiknum þar sem Kamerún mætir Egyptalandi.

„Hann er ekki heimskur," sagði Coppell sem er knattspyrnustjóri Reading en Bikey er á mála hjá félaginu. Hann vildi meina að þetta hafi ekki komið upp úr þurru. „Eitthvað hefur gerst sem varð til þess að hann brást svona við."

„Refsingin er gríðarlega hörð þar sem hann missir af sjálfum úrslitaleiknum eftir að hafa spilað vel á mótinu. Það er afar sárt fyrir hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×