Enski boltinn

Benitez hefur trú á Kuyt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dirk Kuyt í leik með Liverpool á leiktíðinni.
Dirk Kuyt í leik með Liverpool á leiktíðinni. Nordic Photos / Getty Images

Rafael Benitez segir að hann hafi fulla trú á Dirk Kuyt sem hefur ekki skorað í meira en 1000 mínútur í leikjum Liverpool.

Hann viðurkennir að markaþurrðin hafi líklega haft einhver áhrif á sjálfstraust Kuyt en segir jafnframt að nú fái hann tækifæri til að sýna sig og sanna gegn Chelsea í fjarveru Fernando Torres.

Torres meiddist í leik Spánar og Frakklands í vikunni og verður af þeim sökum ekki með Liverpool á sunnudaginn.

„Kuyt er mikill fagmaður og afar duglegur. Vinnuframlag hans er liðinu mjög mikilvægt. Ef að Torres eða Gerrard skora er það vegna þess að Kuyt er svo duglegur."

„Hann hefur það ágætt. Hann vildi vitanlega skora fleiri mörk og það myndi ég vilja líka. Ég hef mikla trú á honum."

Kuyt hefur ekki skorað í síðustu tólf leikjum sínum með Liverpool og komst ekki í landsliðshóp Hollands sem mætti Króatíu nú í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×