Enski boltinn

Mpenza ekki til Tyrklands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emile Mpenza í leik með Manchester City í síðasta mánuði.
Emile Mpenza í leik með Manchester City í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images

Ekkert verður af því að Emile Mpenza verði seldur frá Manchester City til tyrkneska úrvalsdeildarliðsins Trabzonspor.

Mpenza átti í viðræðum við félagið en ákvað að semja ekki við félagið þar sem það gat ekki lofað ákveðnum fjárhagslegum skuldbindingum við Mpenza.

„Emile vill ekki fara frá City og óttast ekki samkeppnina," sagði Richard Tarhout, umboðsmaður hans.

Mpenza er 29 ára gamall og rennur samningur hans við félagið út þann 1. júlí næstkomandi. Ef Mpenza nær að spila sextán leiki í byrjunarliðinu á leiktíðinni á hann sjálfkrafa rétt á endurnýjun samningsins.

Sem stendur hefur hann tíu sinnum verið í byrjunarliði City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×