Enski boltinn

Skoskur framherji á leið til Wigan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ross McCormack í leik með Rangers árið 2005.
Ross McCormack í leik með Rangers árið 2005. Nordic Photos / Getty Images

Skoski framherjinn Ross McCormack gengur til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Wigan nú í sumar ef af líkum lætur. Hann er leikmaður Motherwell í Skotlandi.

Hann er sagður vera á góðri leið með að skrifa undir samning sem gerir það að verkum að hann fari til Wigan nú í sumar.

„Steve Bruce hefur verið frábær," sagði McCormack. „Hann sagði mér að ég yrði ekki bara hluti af leikmannahópnum heldur einnig leikmaður sem myndi fá að spila reglulega. Hann telur einnig að ég geti notað Wigan sem stökkpall til stærri félaga."

McCormack hóf feril sinn hjá Rangers en var seldur til Motherwell árið 2006. Hann átti við mikil meiðsli að stríða á sínu fyrsta tímabili og skoraði aðeins þrjú mörk í fimmtán leikjum.

Á þessu tímabili hefur hann hins vegar átt góðu gengi að fagna og verið lofaður mikið fyrir frammistöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×