Enski boltinn

Fjölmargir hafa tröllatrú á Cristiano Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar einu marka sinna í leiktíðinni.
Cristiano Ronaldo fagnar einu marka sinna í leiktíðinni. Nordic Photos / Getty Images

Rétt tæp 35% þeirra sem svöruðu spurningu dagsins í gær á Vísi telja að Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, muni ná að skora 50 mörk á leiktíðinni.

Það verður að teljast nokkuð hátt hlutfall miðað við að hann sagði sjálfur í viðtali að það verði að teljast nokkuð ólíklegt.

Hann hefur þó skorað 27 mörk nú þegar á leiktíðinni og virðist hvergi nærri hættur.

65,9% þeirra sem tóku þátt sögðu nei við eftirfarandi spurningu: „Nær Cristiano Ronaldo að skora 50 mörk á leiktíðinni?"

Ný spurning er komin hér vinstra megin á íþróttavef Vísis og tengist ótrúlegum félagaskiptum Shaquille O'Neal frá Miami Heat til Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta.

Margir efast um að þessi skipti séu skynsamleg þar sem Phoenix þurfti að láta bæði Shawn Marion og Marcus Banks í skiptum fyrir Shaq.

Við á Vísi spyrjum því: „Var það rétt ákvörðun hjá Phoenix Suns að skipta út Shawn Marion fyrir Shaquille O'Neal?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×