Enski boltinn

Liam Miller meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Liam Miller í leik með Sunderland í síðasta mánuði.
Liam Miller í leik með Sunderland í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images

Írinn Liam Miller, leikmaður Sunderland, verður frá keppni næsta mánuðinn eftir að hann meiddist í leik Írlands og Brasilíu í gær.

Miller meiddist á kálfa er Írar töpuðu fyrir Brasilíu í Dublin, 1-0. Þetta þýðir að Roy Keane verður í vandræðum með að manna miðju Sunderland sem mætir Wigan á laugardaginn.

Dwight Yorke, Kieran Richardson og Grant Leadbitter eru allir meiddir og Andy Reid, sem gekk til liðsins frá Sunderland í síðasta mánuði, skortir leikform.

Líklegast er að Dickson Etuhu verði á miðjunni með Dean Whitehead en Etuhu er landsliðsmaður Nígeríu sem hefur lokið keppni á Afríkumótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×