Enski boltinn

Benitez reiknar ekki með Torres um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Torres meiddist eftir að hann var tæklaður af Lilian Thuram.
Torres meiddist eftir að hann var tæklaður af Lilian Thuram. Nordic Photos / AFP

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, reiknar ekki með því að Fernando Torres verði með liðinu um helgina þegar það mætir Chelsea.

Torres var skipt út af í leik Spánar og Frakklands í gær og er talið að hann hafi tognað á vöðva aftan í læri.

Sjálfur vonaðist hann til að ná leiknum en Benitez er ekki jafn bjartsýnn.

„Ég þarf að tala við lækninn en ég held að hann missi af þessum leik," sagði Benitez. „Venjulega þarf leikmaður heila viku til að jafna sig á slíkum meiðslum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×