Enski boltinn

Óttast að Torres sé meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres er hér tæklaður af Lilian Thuram í leiknum í gær með þeim afleiðingum að Torres þurfti að fara af velli.
Fernando Torres er hér tæklaður af Lilian Thuram í leiknum í gær með þeim afleiðingum að Torres þurfti að fara af velli. Nordic Photos / AFP

Liverpool bíður nú á milli vonar og ótta af fregnum af meiðslum Fernando Torres sem þurfti að fara af velli í leik Spánar og Frakklands í gær.

Upphaflega var talði að hann hafi tognað aftan á læri en það kemur betur í ljós væntanlega síðar í dag eða á morgun.

Liverpool mætir Chelsea á sunnudaginn en Torres markahæsti leikmaður Liverpool á tímabilinu með átján mörk.

Liverpool hefur þar að auki átt erfitt uppdráttar á undanförnum vikum og má alls ekki við því að missa einn sinn besta mann í meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×