Enski boltinn

Benjani fékk sér kríu á flugvellinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benjani í leik með Portsmouth.
Benjani í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Svo virðist sem að Benjani hafi ekki komið sér í tæka tíð til Manchester á lokadegi félagaskiptagluggans þar sem hann sofnaði á flugvellinum.

Benjani var í gær seldur til Manchester City frá Portsmouth en til stóð að ganga frá félagaskiptunum þann 31. janúar síðastliðinn.

Hann náði hins vegar ekki að koma sér í tæka tíð til Manchester til þess að gangast undir læknisskoðun.

Enska úrvalsdeildin gaf hins vegar grænt ljós á félagaskiptin í gær og getur því Benjani leikið með Manchester City það sem eftir lifir af leitkíðinni.

Peter Storrie, framkvæmdarstjóri Portsmouth, segir að allt þessa vesen hafi til komið vegna þess að Benjani sofnaði á flugvellinum og missti þar með af fluginu til Manchester.

„Honum tókst að missa af tveimur flugvélum þar sem hann sofnaði. Við elskum hann öll en kannski var þetta bara óhjákvæmlegt. Það hefði ekki verið hægt að skálda þessa atburðarrás."

City borgaði 3,87 milljónir punda strax en afgangurinn af kaupverðinu verður greiddur í þremur hlutum - þegar Benjani nær að spila 25, 50 og svo 75 leiki í byrjunarliði City. Umsamið kaupverð var 7,5 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×