Enski boltinn

Owen væntanlega á bekknum í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen í nýja landsliðsbúningnum.
Michael Owen í nýja landsliðsbúningnum. Nordic Photos / Getty Images

Búist er við því að Michael Owen verði ekki í byrjunarliði Englands sem mætir Sviss á Wembley-leikvanginum í kvöld.

Á æfingu í gær var Wayne Rooney fremstur og Joe Cole fyrir aftan hann. Matthew Upson og Rio Ferdinand voru miðverðir og þeir David Bentley, Ashley Young, Owen Hargreaves og Steven Gerrard á miðjunni.

David James var í marki og bakverðir voru þeir Wes Brown og Ashley Cole.

Hvort þetta verður byrjunarliðið í kvöld skal ósagt látið nú en ef svo er um að ræða níu breytingar frá liðinu sem mætti Króatíu í lokaleik Steve McClaren með liðið.

Aðeins Joe Cole og Gerrard myndu halda sætum sínum í byrjunarliðinu.

Capello mun ekki tilkynna leikmönnum hvernig byrjunarliðið verði skipað fyrr en skömmu áður en þeir yfirgefa hótelið sitt fyrir leikinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×